Skólastarf í samkomubanni

27.3.2020

Skólastarfið í Öldutúnsskóla er sannarlega blómlegt í samkomubanni. Þessir fáu tímar sem nemendur koma í skólann eru vel nýttir. Unnin eru fjölbreytt verkefni eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Umsjónarkennarar senda reglulega póst heim með upplýsingum um nám sem nemendur eiga að vinna heima. Er miðað við að nemendur í yngri deild vinni um eina klukkustund heima á dag og er þar lögð rík áhersla á lestur. Miðað er við tvær klukkustundir í heimavinnu hjá nemendum í miðdeild og þrjár hjá í unglingadeild. Heimavinnan hefur gengið vonum framar og eru nemendur að sinna vinnu sinni með sóma og eru að skila fjölbreyttum verkefnum.

Í næstu viku verður skólinn með sama hætti. Nemendur koma á sama tíma og verða sína tíma í skólanum.

Takk fyrir gott samstarf í vikunni og ósk um góða helgi.

Hér eru fleiri myndir


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is