Skólaslit í 1. – 9. bekk

7.6.2019

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk voru föstudaginn 7. júní. Nemendur mættu ásamt foreldrum sínum á athöfn í sal. Á athöfninni var skólastjóri/aðstoðarskólastjóri með stutt ávarp og einnig voru afhendar viðurkenningar fyrir þátttöku nemenda í ýmsum verkefnum og setu í t.d. rýnihóp SMT og Olweus.

Að lokinni athöfn á sal fóru nemendur með sínum umsjónarkennara í sína heimastofu og fengu þar vitnisburð vetrarins.

Að loknum skólaslitum eru nemendur komnir í sumarfrí. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is