Skólasamfélag Öldutúnsskóla lætur gott af sér leiða

20.12.2018

Í ár var ákveðið að hætta með svokölluð pakkajól í Öldutúnsskóla og óskað eftir því að nemendur, foreldrar og starfsmenn styrktu gott málefni fyrir jólin.

 

  • 3. bekkur styrkti SOS barnaþorp og safnaðist 32.401 kr.
  • 1. – 2.b. og 4. – 10.b. og starfsmenn styrktu Mæðrastyrksnefnd og safnaðist 240.731 kr.

 

Fulltrúi Mæðrastyrksnefndar mætti á jólaskemmtun á sal í dag og tók við þessum fjármunum.

Þessi nýi jólasiður tengist einkunnarorðum skólans, Virðing – Virkni – Vellíðan.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is