Skólahúsnæðið skreytt

2.10.2018

Nemendur í listum í unglingadeild vinna að listskreytingum og nota til þess tilfallandi efni, s.s. afganga frá smíðastofunni og plasttappa sem safnað hefur verið. Hér má sjá stærðfræðiformúlu Pýþagorasar í skrautlegri útgáfu. Þetta verk er unnið í samtali við stærðfræðikennara fyrir stærðfræðistofuna og eru fleiri verk í vinnslu t.d. fánar ýmissa landa. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is