Skólaárið 2018 – 2019 byrjað

22.8.2018

Nemendur í 2. – 10. bekk mættu á skólasetningu í dag. Fjölmargir foreldrar mættu með nemendum. Eftir stutta athöfn á sal fóru nemendur með umsjónarkennara í heimastofur og fengu stundaskrá og frekari upplýsingar um skólabyrjun.

Nemendur í 2. – 10. bekk mæta í skólann fimmtudaginn 23. ágúst skv. stundaskrá.

Nemendur í 1. bekk eru boðaðir til samtals til umsjónarkennara í dag og á morgun. Þeir byrja svo í skólanum skv. stundaskrá föstudaginn 24. ágúst.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is