Sjósund

9.3.2020

Hörkutólin í útivistarvalinu fóru í sjósund um daginn í Nauthólsvík. Fengu þar smá fræðslu um sjósund og hvernig best er að bera sig að. Sjórinn var 0,7 gráðu heitur (já heitur) og allir fóru út í! Eftir það var leikur einn að fara í lónið sem er örlítið hlýrra og nokkrir sem tóku meira að segja nokkur sundtök þar.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is