Samrómur

23.1.2020

Það var líf og fjör á göngum skólans, þegar nemendur unglingadeildar lögðu til 1500 raddsýni í gagnasafns Samróms.

Krakkarnir í Öldutúnsskóla eru fyrstu einstaklingarnir 18 ára og yngri sem ljá Samrómi rödd sína.
Samrómur safnar raddsýnum Íslendinga í gagnabanka. Slíkur gagnabanki verður svo aðgengilegur öllum þeim sem nýta talgervla í sínum tækjum, t.d. Alexa, Hey Google og ísskápurinn þinn.

Við lögðum okkar á vogarskálarnar að koma íslensku í hinn stafræna heim.

Hér má nálgast frétt um þetta á vef Morgunblaðsins


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is