Röskun á skólastarfi vegna veðurs

11.1.2018

Í dag er spáð suðaustan stormi á höfuðborgarsvæðinu, eða 18-25 m/s, og verður veðrið verst á tímabilinu frá kl. 16.30 - 19.30. Í svona veðri geta samgöngur raskast og hætt er við foki á lausamunum. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið.

Við hvetjum forráðamenn til þess að fylgjast vel með veðri og vindum.

Við biðjum  forráðamenn nemenda í 1. – 4. bekk sem eiga börn í frístundaheimilinu Selinu að sækja þá fyrir 16:30 í dag.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is