Rómverjahátíð

1.6.2018

Í dag var 13. Rómverjahátíð skólans haldin þegar foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda í 5.bekk var boðið í Hringleikahús.
Rómverjaverkefnið er unnið í samvinnu umsjónarkennara ogsmiðjukennara og tengir því saman margar mismunandi námsgreinar.
Núna í vetur var svo upplýsingatækni einnig tengd inn í verkefnið með notkun ipada. Hver nemandi bjó til sína brúðu í mismunandi smiðjum. Krakkarnir bjuggu til dúkkuhaus, máluðu hann, hönnuðu og saumuðu föt á brúðuna sína og settu brúðuna að lokum saman. Þegar allir höfðu lokið við að gera sína  brúðu unnu nemendur brúðuleikrit hjá msjónarkennurum. Hver hópur samdi sitt eigið brúðuleikrit og hönnuðu einnig leikmyndina. Síðan tóku þau leikritið upp á Ipad, klipptu það til og að lokum var myndbandið textað.
Allur árgangurinn æfði síðan saman leikrit um Júlíus Sesar og sýndi það á hátíðinni. Að lokinni sýningu á sal var öllum gestum boðið í léttan rómverksan morgunverð í heimilisfræðistofunni.

Virkilega vel heppnuð Rómverjahátíð hjá frábæru krökkum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is