Reiðhjól á skólatíma

9.5.2019

Almennar umferðarreglur gilda um notkun reiðhjóla á skólatíma hér í Öldutúnsskóla. En þó er rétt að árétta eftirfarandi:

 

 

  • Börn yngri en 7 ára mega alls ekki vera úti í almennri umferð á reiðhjóli nema þau séu undir leiðsögn og eftirliti 15 ára og eldri.
  • Nemendur, 7 ára og eldri, mega koma á reiðhjóli í skólann.
  • Þeir sem koma á reiðhjóli í skólann eiga að vera með hjálm.
  • Ekki er heimilt að vera á reiðhjóli í frímínútum.
  • Ef nemendur koma á reiðhjóli í skólann er það á ábyrgð heimila. Skólinn ber ekki ábyrgð á því ef eitthvað kemur fyrir hjólið.

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is