Reglur um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar

26.8.2019

Skólastjórar grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þá ákvörðun á samráðsfundi sínum þann 12. ágúst 2019, hver fyrir sinn skóla og þá um leið allir saman fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar, að sameinast um samræmdar ástundunarreglur fyrir nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar frá hausti 2019. Reglurnar eru í samræmi við tillögur starfshóps sem skilað var til skólastjóranna í júní 2019 – með smávegis viðbót sem er að finna í þessum reglum.
Skólastjórar hafa einnig ákveðið að reglurnar fari í endurskoðun eftir skólaárið 2019-2020 til að meta árangur þeirra og hvort nauðsyn sé á breytingum á þessum reglum í ljósi reynslunnar sem þá mun verða til.
Þær ástundarreglur sem liggja fyrir í þessari greinargerð eru afrakstur vinnu óformlegs starfshóps sem lagður var til af skólastjórum grunnskóla Hafnarfjarðar haustið 2018. Tilurð starfshópsins var umræða meðal skólafólks í grunnskólum að leyfum nemenda fjölgaði og þar með færi skólasókn stöðugt fleiri nemenda minnkandi yfir skólaárið. Nauðsynlegt væri að bregðast við þessari þróun. Þess vegna væri þörf á að setja á laggirnar starfshóp sem myndi búa til samhæfð viðmið fyrir alla grunnskóla Hafnarfjarðar. Á grunni vinnu þessa starfshóps eru þessar ástundarreglur fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar komnar til.

Hér má nálgast hinar nýju ástundunarreglur


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is