Perlað fyrir KRAFT, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra

9.11.2018

Á vinaleikum Öldutúnsskóla dagana 6.-7. nóvember létu nemendur skólans gott af sér leiða. Á tveimur stöðvum perluðu nemendur Lífið er núna armbönd fyrir KRAFT, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Samtals voru perluð 682 armbönd en söluandvirði þeirra er rúmlega 1.300.000, sem renna óskiptar til KRAFTS. Flest börnin þekktu einhvern sem glímt hefur við krabbamein eða er að glíma við það, svo verkefnið höfðaði vel til þeirra og samkenndin var mikil. Nemendur sáu í verki að margt smátt gerir eitt stórt og að allir geta lagt sitt af mörkum, sama á hvaða aldri þeir eru. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is