Ólympíuhlaup ÍSÍ

3.9.2018

Nemendur og starfsmenn taka þátt í Ólympíuhlaup ÍSÍ miðvikudaginn 5.  september. Markmið verkefnisins er m.a. að minna á gildi hreyfingar og njóta útiverunnar saman. Nemendur leggja af stað á eftirfarandi tímum:

  • 1. - 4. b. klukkan 08:20 - 08:45
  • 8.- 10. b. klukkan 10:00
  • 5. - 7. b. klukkan 10:25 - 10:35

Nemendur í 1. - 4. bekk hlaupa 2,5 km. Nemendur í 5. - 10. bekk geta valið á milli 2,5 km, 5 km eða 10 km.
Mikilvægt að nemendur komi klæddir eftir veðri þennan dag. Ath. að nemendur eiga að koma með íþróttaföt í skólann EF það er sund eða íþróttir á stundatöflunni þeirra. Ef hlaupið er fellt niður vegna veðurs er óbreytt stundaskrá. Ef hlaupið verður riðlast stundaskrá að einhverju leyti.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is