Niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins

5.4.2019

Foreldrakönnun Skólapúlsins var lögð fyrir í Öldutúnsskóla 1. febrúar – 1. mars 2019. Fjöldi þátttakenda var 210 og af þeim svöruðu 143 könnuninni. Svarhlutfall var því 68,1%.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að Öldutúnsskóli mælist marktækt yfir landsmeðaltali í 10 liðum en aldrei marktækt undir landsmeðaltali. Liðirnir sem koma marktækt yfir landsmeðaltali eru:

  • Ánægja foreldra með nám og kennslu í skólanum
  • Ánægja foreldra með stjórnun skólans
  • Hæfileg þyngd námsefnis í skólanum
  • Hæfilegur agi í skólanum
  • Ánægja foreldra með samskipti starfsfólks við nemendur
  • Ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans
  • Ánægja foreldra með máltíðir í mötuneyti
  • Áhrif foreldra á ákvarðanir varðandi nemendur
  • Ánægja foreldra með heimasíðu skólans
  • Foreldrar upplýstir um stefnu skólans og námskrá

Við í Öldutúnsskóla erum mjög stolt af þessum niðurstöðum og ljóst er að okkar helsta áskorun miðað við þær er að viðhalda þessari ánægju. Við teljum að öflugt foreldrasamstarf sé einn af hornsteinum menntunar og því nauðsynlegt að viðhalda því sem best við getum.

Takk fyrir okkur!


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is