Nemendur frá Flensborgarskólanum komu í heimsókn í vikunni og lásu fyrir nemendur

27.4.2018

Allir nýnemar í Flensborgarskólanum eru skráðir í áfanga sem heitir Hámark. Hópnum er haldið saman fyrstu 2 árin og hittist tvisvar í viku og verkefnin eru afar fjölbreytt. Nemendur fá kynningu á skólanum, fá aðstoð við val á áföngum, koma í nemendaviðtöl, fá kennslu í núvitund og hraðlestri svo fátt eitt sé nefnt.
Einn þátturinn er að æfa sig í að koma fram og til þess eru nemendur sendir út af örkinni til að lesa fyrir ókunnuga. Ein af hugmyndunum með því er að þau taki þátt í nærumhverfi sínu. Stór hópur fer á Hrafnistu og les fyrir heimilisfólk þar, aðrir á leikskóla í bænum og nokkur hópur fer í Öldutúnsskóla og les fyrir nemendur í 4. og 5. bekk.
Flensborgarskólinn er afskaplega þakklátur fyrir góð viðbrögð við verkefninu og vonar að áframhald geti orðið á.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is