Námssamtöl 4. október

27.9.2018

Námssamtöl 4. október

Námssamtöl fara fram fimmtudaginn 4. október. Foreldrar skrá sig í samtal í gegnum Mentor .  Hægt er að skrá sig í samtöl frá og með fimmtudeginum 27.09. til og með mánudagsins 01.10.

Leiðbeiningar:
Foreldri bókar tíma í samtöl í gegnum Mentor. Leiðbeiningar um það hvernig á að skrá sig í samtöl má nálgast hér fyrir ofan.

Mikilvægt að hafa í huga að ef foreldrar eiga fleiri en eitt barn í skólanum á að gera ráð fyrir ferðatíma á milli samtala. Þ.e. ekki bóka systkini í samtalstíma hlið við hlið.

Í lok vikunnar fá nemendur samtalseyðublað með sér heim í töskupósti. Um er að ræða gátlista sem foreldrar þurfa að fylla út með sínu barni og koma með í samtal til umsjónarkennara.

Á námssamtalsdegi verða aðrir starfsmenn einnig til samtals.

Á námssamtalsdegi eiga nemendur eingöngu að mæta í samtalið. Engin skóli þennan dag. Frístundaheimilið Selið er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is