Miðvikudaginn 9. maí verður árlegur umhverfisdagur Öldutúnsskóla

3.5.2018

Undanfarin ár hefur dagurinn verið helgaður í að hreinsa rusl í hverfi skólans, en þar sem Hafnarfjarðarbær hefur verið með átak í gangi meðal íbúa í ,,plokki" ætlum við að breyta til. 
Að þessu sinni fara allir nemendur út með kennurum og starfsfólki skólans. Hver árgangur heimsækir ákveðið svæði í bænum og þar verður farið í leiki/útikennslu. 

Allir nemendur mæta í skólann kl. 8:10 og skóladeginum lýkur kl. ca.  11:30. 
Frá kl. 11:00 - 11:30 verður grillaðar pylsur við skólann og fá allir nemendur pylsur, hvort sem þeir eru í mataráskrift eða ekki. 
Mjög mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri. 

Nesti verður borðað í ferðinni og er best að nemendur taki það með sér í litlum bakpokum. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is