Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

22.3.2019

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Öldutúnsskóla var haldin föstudaginn 22. mars. Níu nemendur úr 7. bekk kepptu í lokakeppninni og voru tveir nemendur valdir til að taka þátt í Lokahátíð í Hafnarborg 2. apríl næstkomandi. Þátttakendur keppninnar stóðu sig afar vel og áttu dómarar keppninnar erfitt með að skera úr um sigurvegara. Niðurstaðan var sú að það voru Teitur Leó Sigursteinsson og Christa Hrönn Davíðsdóttir sem keppa fyrir hönd skólans á lokahátíðinni í Hafnarborg og Óttar Uni Steinbjörnsson verður varamaður. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is