Litla upplestrarkeppnin

30.4.2018

Frá árinu 2011 hefur verið hefð að allir nemendur í 4.bekk taki þátt í Litlu upplestrarkeppninni. Undirbúningur hefst alltaf á degi íslenskrar tungu.  Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa í betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni, allir nemendur eru með í liðinu, allir koma fram á lokahátíð og allir fá viðurkenninarskjal í lokin.

Lokahátíðin okkar í Öldutúnsskóla var 26. og 27. apríl og eru allir sammála því að krakkarnir hafi staðið sig með stökustu prýði og tóku miklum framförum í upplestri, tjáningu og framkomu


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is