Líf og fjör á bókasafninu

21.9.2018

Það er oft líf og fjör á bókasafni skólans. Nemendur í 1. og 2. bekk koma í lestrarstund á safnið einu sinni í viku. Þá les Þóra bókasafnsfræðingur fyrir þau og á eftir fá þau huggulega stund á safninu þar sem kíkt er í bækur eða tekið tafl. Markmiðið með lestrarstundunum er að skapa jákvætt viðhorf til lestrar og að nemendur finni að þau séu velkomin á safnið.
Á safninu er líka tölvuver sem er nýtt að fjölbreyttan hátt í öllum árgöngum. Krakkarnar í 4. bekk eru t.d. að vinna með námsefnið Meira sýslað á skólasafni og að æfa sig í fingrasetning í UT smiðjum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is