Lestur er bestur

18.1.2019

Krakkarnir í 1. bekk hafa í vetur komið einu sinni í viku á skólasafnið til Þóru í lestrarstund. Þar hafa þau kynnst safninu, æft sig í að verða frábærir hlustendur, notið þess að fá að skoða bækur og jafnvel taka eina skák. Í vikunnu kom svo að stóru stundinni að fá bækur frá safninu til að lesa í yndislestri í skólanum og svo seinna meir að taka með heim. Allir fóru glaðir og kátir af safninu með bók. Krakkarnir eru svo mjög spenntir að koma aftur á safnið og næla sér í nýja bók að lesa.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is