Lestrarátak Ævars vísindamanns

9.1.2018

Lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið og stendur til 1. mars. Nemendur skrá á lestrarmiða sem þau fá í skólanum þegar þau eru búin að lesa 3 bækur og setja hann í kassa sem staðsettur er á skólasafninu. Þegar lestrarátakinu lýkur verða miðarnir sendir til Ævars og í byrjun apríl dregur hann úr öllum innsendum lestrarmiðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi ofurhetjubók eftir Ævar sem kemur út í maí.

Reglurnar eru þessar: 

1. Það má lesa hvaða bók sem er.

2. Á hvaða tungumáli sem er.

3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með.

NÝ REGLA: 4. Allir krakkar í 1. - 10. bekk mega taka þátt.

https://www.visindamadur.com/copy-of-lestraratakid-2015-2016-1


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is