Kórkrakkar á ferð og flugi

9.1.2019

Kórar skólans hafa haft mikið fyrir stafni á haustönn. Þeir hafa sungið víða, á Degi eineltis sungu þau við athöfn menntamálaráðuneytisins í skólanum, sungu einnig við athöfn hjá Barnaheill, á Syngjandi jólum í Hafnarborg,  Í verslunarmiðstöðvum og á jólatónleikum með Karlakórnum Þröstum. Árið endaði með þátttöku í lokaatriði áramótaskaupsins.

Nú eru kórarnir mættir aftur eftir jólafrí og framundan eru stórtónleikar með hljómsveitinni Pollapönki og Lúðrasveit Harnarfjarðar, Þátttaka á Barnakóramóti Hafnarfjarðar, landsmót íslenskra barnakóra á Arkranesi. Ekki má gleyma hinum margrómuðu náttfatatónleikum Litla kórs.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is