Kór Öldutúnsskóla, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Pollapönk

11.2.2019

Laugardaginn 16. febrúar tekur Kór Öldutúnsskóla þátt í stórtónleikum í Íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 14:00. Þáttakendur eru hljómsveitin Pollapönk og Lúðrasveit Hafnarfjarðar.

Þetta verður hin besta fjölskylduskemmtun og mælum við eindregið með henni. Enn eru lausir miðar.

Fullt miðaverð er 2500 kr., börn á aldrinum 7-16 ára greiða 1500 kr., en ókeypis er fyrir börn yngri en 7 ára í fylgd með fullorðnum. Athugið að allir tónleikagestir þurfa að framvísa miðum, líka ung börn.
Miðasalan er hér.

Það skal tekið fram að á föstudagsmorgni verður öllum fystu bekkjum bæjarins og einhverjum leikskólahópum boðið á tónleika.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is