Komdu og skoðaðu líkamann

6.6.2019

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 1. bekk unnið með bókina Komdu og skoðaðu líkamann. Unnin voru fjölbreytt verkefni í tengslum við efni bókarinnar og einnig lærðu börnin söngva um líkamann. Foreldrum var svo boðið á sýningu þar sem nemendur sungu tvö lög og fóru í gegnum vinnubókina sína og sögðu foreldrum sínum frá því sem þeir höfðu lært. Mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni sem nemendur höfðu mikinn áhuga á. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is