Komdu og skoðaðu bílinn
Nemendur í 2.bekk hafa síðustu vikur lesið bókina Komdu og skoðaðu bílinn og unnið fjölbreytt verkefni í tengslum við efni bókarinnar. Í heimastofum hefur verið sett upp umferðargata og bílar og annað sem tengist umferðinni og umhverfinu hefur verið sett inn á veggmyndina. Einnig hafa nemendur föndrað bíl, farið út og gert bílakönnun og skráð niður bílnúmer. Mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni sem nemendur hafa mikinn áhuga á.