Jólaskemmtanir

20.12.2019

Síðasta skóladagur ársins hjá nemendum í 1. – 7. bekk var í dag. Nemendur mættu á sal og hlustuðu á kór Öldutúnsskóla syngja nokkur lög, fylgdust með skemmtiatriðum í umsjón nemenda og í lokin var svo dansað í kringum jólatréð. Fjölmargir foreldrar mættu með nemendum og tóku þátt í gleðinni. Að lokinni jólaskemmtun á sal fóru nemendur með sínum umsjónarkennara inn í stofur og áttu þar saman notalega og hátíðlega stund.

Hér má nálgast myndir af jólaskemmtununum.

Nemendur í 8. – 10. bekk voru með sína jólaskemmtun miðvikudagskvöldið 19. desember. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is