Jólakort

17.12.2018

Á hverju ári sjá nemendur í 3. bekk um að búa til jólakort fyrir skólann. Kortin eru svo send til samstarfsaðila Öldutúnsskóla eins og t.d. til allra grunnskóla, leikskóla, bæjarskrifstofu og á fleiri staði. Nemendur taka þessu verkefni mjög alvarlega og vanda sig við jólakortin. 

Skólastjóri heimsótti nemendur í 3. bekk á dögunum og afhenti þeim gullstjörnu. Gullstjarna er veitt þeim hópum sem hafa staðið sig framúrskarandi vel.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is