Jólaföndur foreldrafélags Öldutúnsskóla

19.11.2018

Laugardaginn 24. nóvember verður hið árlega jólaföndur Öldutúnsskóla á milli kl. 11 og 13.

Allir velkomnir !

Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Ásamt ókeypis músastigagerð fyrir ungar jólamýs. Jólaföndur verður svo selt á staðnum á kostnaðarverði, 600-850 kr.

Minnum á að taka með sér pensla og skæri ef slíkt er til á heimilum ásamt pening þar sem foreldrafélagið er ekki með posa.
Hlökkum til að eiga með ykkur ánægjulega jólastund og vonumst til að sjá sem flesta ?
 

Stjórn foreldrafélagsins


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is