Jákvæðar niðurstöður úr Skólapúlsinum

28.1.2020

Nú þegar búið er að leggja Skólapúlsinn fyrir í þrjú skipti af sex benda niðurstöðurnar til þess að Öldutúnsskóli komi ágætlega út.

Skólinn mælist yfir landsmeðaltali í 14 liðum af 18, þar af marktækt yfir landsmeðaltali í þremur liðum. Þeir liðir eru:

 

  • Áhugi af náttúrufræði
  • Virk þátttaka nemenda í tímum
  • Tíðni leiðsagnarmats

 

Þrír liðir mælast á pari við landið og aðeins einn liður undir landsmeðaltali, það er tíðni hreyfingar – tvisvar í viku eða oftar. Helst ber þar að nefna að nemendur í 8. – 10. bekk eru umtalsvert minna í íþróttum miðað við landsmeðaltal.

Það gleður okkur starfsfólk í skólanum að sjá þessar jákvæðu niðurstöður og vonandi bætum við enn frekar í á vormánuðum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is