Íþróttir og sund

24.8.2018

Íþróttir

Nemendur eiga að koma klæddir í þægilegum fötum og í góðum íþróttaskóm í íþróttatíma og muna að klæða sig eftir veðri en útiíþróttir verða frá og með 23. ágúst og til 14. september. Kennarar meta þó aðstæður og veður og hagræða eftir því, t.d. er ekki farið út með 1.-3. bekk þegar íþróttatíminn fer fram í íþróttahúsinu Strandgötu vegna aðstöðuleysis þar utandyra.

Frá og með 17. september færast allar íþóttir alfarið inn í íþróttahús og er ætlast til að nemendur mæti með íþróttaföt til skiptanna. Hreinlætisins vegna fá nemendur í 5.-10. bekk ekki að taka þátt í tímum nema þeir séu með föt til skiptanna og horfa því á. Einnig hvetjum við nemendur til þess að fara í sturtu eftir íþróttir og verður gefinn nógur tími til þess.

Nemendur í 1. – 3. bekk eiga að vera í tátiljum, gripsokkum eða berfætt, venjulegir sokkar eru ekki leyfðir nema í undantekningartilfellum. Æskilegt er að nemendur í 4. – 10. bekk séu í innanhússíþróttaskóm.

Sund

Við sundkennarar viljum minna á að mikilvægt er að börnin komi með sundföt, sundgleraugu og handklæði í sundtíma. Stúlkur eiga að mæta í sundbol  og drengir eiga að mæta í sundskýlu eða sundstuttbuxum. Ekki er leyfilegt að vera í bikiníi eða strandsundbuxum.

Þau börn sem eru með sítt hár eiga að mæta með teygju í hárinu, vegna hreinlætis og svo hárið hindri ekki öndun og hreyfigetu.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is