Íþróttadagur nemenda í 9. bekk í Hafnarfirði

7.5.2019

Íþróttadagur nemenda 9. bekkja í Hafnarfirði er á morgun, miðvikudaginn 8. maí. Nemendur keppa í ýmsum greinum svo sem fótbolta, reiptogi, bandý og frjálsum.
Nemendur mæta í skólann klukkan 09:00 og fara héðan með rútu í Kaplakrika.
Þeir nemendur sem eru í mataráskrift fá samlokur og safa í Kaplakrika en aðrir þurfa að nesta sig.
Íþróttamótinu lýkur um klukkan 13:30 og þá koma krakkarnir sér sjálfir heim.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is