Íþróttadagur grunnskólanna í Hafnarfirði

4.5.2018

Miðvikudaginn 2. maí sl. tóku nemendur í 9. bekk þátt á íþróttadegi grunnskólanna í Hafnarfirði. Skóladagurinn þann daginn fór allur fram á Ásvöllum þar sem keppt var í nokkrum íþróttagreinum á milli skóla. Nemendur höfðu dagana á undan undirbúið mótið sjálf, raðað sér niður í á íþróttagreinar og búið til lið fyrir hverja grein. 
Keppt var í m.a. í sundi, körfubolta, víðavangshlaupi, bandý og fótbolta. 
Öldutúnsskóli gerði sér lítið fyrir og vann víðavangshlaupið en þar voru 4 nemendur (2 kk & 2 kvk) sem tóku þátt og samanlagður árangur tryggði þeim flest stig í þeirri grein. Þau voru einnig ofarlega í fleiri greinum sem skilaði þeim í 3. sætið í heildina en sjö skólar í Hafnarfirði tóku þátt. 
Allir nemendur, bæði keppendur og áhorfendur, stóðu sig með mikilli prýði og voru til fyrirmyndar hvort sem það var í keppni eða þar fyrir utan. Þau eiga stórt hrós skilið og við íþróttakennararnir erum afar stolt af okkar nemendum. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is