Hvammur í heimsókn

17.5.2019

Í dag komu krakkar af leikskólanum Hvammi í heimsókn og hittu krakkana í 1.bekk. Á vorin koma skólahópar frá leikskólanum Hvammi í 3 heimsóknir til okkar. Í þeirri fyrstu heimsækja þau bókasafnið, þar sem er lesið fyrir þau og hægt að glugga í nokkrar bækur og jafnvel grípa í tafl. Í annarri heimsókn skoða þau skólahúsnæðið og fara í frímínútur með 1. bekk og í þriðju heimsókninni fá þau að taka þátt í kennslustund. Mjög skemmtilegar heimsóknir og flott samvinna milli leikskólans og skólans.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is