Hvað gerir okkur að okkur?

26.3.2020

Krakkarnir í 7. bekk hafa verið að vinna að skemmtilegu verkefni í lífsleikni. Hugmyndina að verkefninu var fengin hjá Kristínu Wallis, í Brighton.
Verkefnið byrjaði á umræðum um hvað það er sem skilgreinir okkur sem manneskjur og hvað það væri sem gerði okkur að okkur, sem voru afar skemmtilegar og áhugaverðar umræður. Síðan tók við vinna við að teikna skuggamyndir af öllum nemendum. Þegar því var lokið fylltu þau "hausinn sinn" með því sem skipti þau mestu máli og því sem þeim fannst lýsa best hver þau væru.
Mjög skemmtilegt verkefni og afraksturinn afskaplega flottur.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is