Hvað er unglingamenning?

16.1.2019

Getur ferð í ísbúð með vinum talist unglingamenning?  Hvað er unglingamenning?  Hvað er samfélagið að gera til að stuðla að heilbrigðu félgaslífi unglinga?  Hvað erum við að gera vel og hvað getum við gert betur?

Þessar spurningar urðu kveikjan að því að hópur unglinga úr Öldunni kom sér í samband við hóp unglinga frá Oulu í Finnlandi, bjuggu til verkefni, unnu að umsókn um styrkveitingu og fengu styrk frá Erasmus+ upp á €19.900.

Í mars mun hópurinn frá Finnlandi heimsækja okkur í Hafnarfirði og kynnast unglingamenningunni hér.  Íslenski og finnski hópurinn dvelur saman í 10 daga, fara í ýmsa hópeflisleiki, ræða málin, heimsækja félagsmiðstöðvar og læra um menningu.  Í júní hittast þau öll aftur í Finlandi og skoða málin úr frá öðru sjónarhorni. 

Eftir heimkomu vinna þáttakendur skýrslu og kynna niðurstöður verkefnisins fyrir þeim er málið varða.

Sandra úr Öldunni er hópnum innan handar og hefur leiðbeint þeim í undirbúningsvinnunni.  Hún fór fyrir hönd hópsins á verkefnastjórafund og tók formlega við styrkinum frá Erasmus+ þann 9. janúar.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is