Hrós, þá líður manni vel um sig og veit að maður hefur gert eitthvað rétt

24.5.2019

Í gær var uppskeruhátíð nemendarýnihópa. Hóparnir samanstanda af tveimur fulltrúum úr hverjum bekk og er tilgangurinn sá að nemendur geti rætt um og viðrað skoðanir sínar á SMT kerfinu og eineltisáætluninni. Fundað er þrisvar sinnum á hvorri önn og þurfa nemendur að ræða saman, vinna verkefni og fara um skólann og gera litlar kannanir. Að vori fá svo nemendur smá umbun fyrir að taka þátt og einnig fá þeir afhent viðurkenningarskjal á skólaslitum. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is