Hringleikahús

31.5.2019

Þann 24. maí síðastlitinn var haldin fjórtánda Rómverjahátíð skólans hjá nemendum í 5.bekk. Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda var boðið í hringleikahús.
Rómverjaverkefnið er unnið í samvinnu umsjónarkennara og smiðjukennara og tengir því saman margar mismunandi námsgreinar.
Hver nemandi bjó til sína brúðu í textílmennt og myndmennt. Krakkarnir bjuggu til dúkkuhaus, máluðu hann, hönnuðu og saumuðu föt á brúðuna sína og settu brúðuna að lokum saman. Þegar allir höfðu lokið við að gera sína brúðu unnu nemendur brúðuleikrit hjá umsjónarkennurum. Hver hópur samdi sitt eigið brúðuleikrit sem þau tóku upp á Ipad, textuðu og hljóðsettu. Einnig unnu krakkarnir skemmtileg verkefni tengd rómverjum í smíði sem var til sýnis á göngum skólans. Að lokinni sýningu á sal var öllum gestum boðið í léttan rómverskan morgunverð í heimilisfræðistofunni.

Hátíðin heppnaði vel og nemendur, kennarar og gestir voru ánægðir með daginn.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is