Hraðhittingur

30.8.2019

Fyrstu dagar í skólanum og allt er á iði. Á hverju ári eru nemendur 8. bekkjar að fóta sig í nýju umhverfi þar sem ný andlit heilsa þeim á göngum. Unglingadeildin hefur komið þeirri venju á að halda hraðhitting eða “speed date”. Þar sitja nemendur til móts við aðra og spjalla maður á mann í eina mínútu áður en skipt er um viðmælanda. Hittingurinn gefur nemendum tækifæri að kynnast nýjum vinum og tengjast inn í unglinadeildina.

Í vikunni fór fram hittingur þar sem allir tóku þátt og mátti sjá mikla gleði í kjölfarið. Nemendur stóðu sig frábærlega og ljóst að hér er flottur hópur á ferð.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is