Helgileikur

19.12.2018

Í Öldutúnsskóla er hefð fyrir því í desember að nemendur í 5. bekk sýni helgileik öllum nemendum skólans. Á því er enginn undantekning í ár. Nemendur í 5. bekk hafa æft helgileikinn frá því í byrjun desember. Í dag léku 45 krakkar helgileikinn á fjórum sýningum sem fóru fram á sal skólans.  Nemendum var skipt í tvo hópa og lék hvor hópur í tveimur sýningum. Þeir sem ekki voru að leika sungu með í kór en með þessu móti náðu allir nemendur að taka þátt í öllum sýningunum fjórum. 

Allir lögðu sig fram og útkoman var glæsileg hjá þessum flottu krökkum. Virkilega vel gert hjá þeim og erum við afar stolt af þeim.

Hér eru fleiri myndir.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is