Haustfundur í 1. bekk

13.9.2018

Foreldrar nemenda í 1. bekk eru boðaðir á haustfund þriðjudaginn 18. september klukkan 17:00 - 20:00. Um er að ræða seinni hluta Skólafærnisnámskeiðs en fyrri hluti námskeiðsins var í vor.

Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:

  • 17:00 - 17:10 - Innlegg frá skólastjóra.
  • 17:10 - 17:40 - Kynning á stoðþjónustu skólans
  • 17:40 - 18:30 - Verkefnin okkar -  Olweus, SMT.
  • 18:30 - 18:45 - Fyrirspurnir og umræður.
  • 18:45 - 19:15 - Matarhlé. Matur í boði hússins.
  • 19:15 - 20:00 - Umsjónarkennarar kynna vetrarstarfið.

Verðum í matsal nemenda. Ath. að nemendur eiga ekki að mæta með á þennan fund.
Kær kveðja
Lena Karen 
Deildarstjóri yngri deild


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is