Haustfundir

7.9.2018

Næstu tvær vikur verða haustfundir í Öldutúnsskóla. Fundirnir byrja kl. 8:10 og er áætlað að þeir standi til kl. 9:30.

Foreldrar mæta í matsal nemenda þar sem umsjónarkennarar munu ræða um starf vetrarins. Í framhaldinu munu fulltrúar í eineltisráði leiða umræður meðal foreldra um líðan og félagslega stöðu barnanna. Foreldrar skiptast þá í tvo hópa; foreldra stráka og foreldra stelpna. Á þessum fundi eru foreldrar hvattir til að segja frá því hvernig sumarið hefur verið hjá börnunum og hvernig haustið fer af stað.

Fundirnir eru á eftirfarandi tíma:

  • Þriðjudaginn 11. september: 9. bekkur
  • Miðvikdaginn 12. september: 8. bekkur
  • Fimmtudaginn 13. september: 6. bekkur
  • Föstudaginn 14. september: 7. bekkur
  • Mánudaginn 17. september: 4. bekkur
  • Þriðjudaginn 18. september: 5. bekkur
  • Miðvikdaginn 19. september: 2. bekkur
  • Fimmtudaginn 20. september: 3. bekkur
  • Föstudaginn 21. september: 10. bekkur

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is