Hafnarborg

7.12.2017

Krakkarnir í 4. bekk fóru á mjög skemmtilega sýningu í Hafnarborg.

Sýningin Japönsk nútímahönnun 100 er farandsýning sem leggur áherslu á hönnun nytjahluta frá árunum 2010 – 2017 en þar hafa hundrað vandaðar hönnunarvörur verið valdar til sýningar um allan heim. Á sýningunni er að finna hversdagslega gripi sem sýna ekki aðeins fremstu hönnun og nýjustu stefnur í Japan, heldur varpa einnig ljósi á líf og áherslur fólks, sem lifir og hrærist í japanskri samtímamenningu.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is