Grunnskólahátíð

1.2.2019

Nú fer að líða að Grunnskólahátíð sem haldin verður miðvikudaginn 6. febrúar í íþróttahúsinu Strandgötu og í Gaflaraleikhúsinu.  Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingunum og okkur öllum til sóma.

Um daginn eru leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 11:30, 13:00 og 14:30. Deildarstjórar frístundastarfsins hafa úthlutað hverjum skóla miða þar sem hver fær úthlutun hlutfallslega miða við nemendafjölda. Ekki er skyldumæting á leiksýningu en nú kostar miðinn 200 kr.

Generalsýning fer fram þann 5. febrúar kl. 20:00 og eru kennarar, foreldrar og aðrir en nemendur hvattir til að sjá þá sýningu.

Um kvöldið þann 6. febrúar mun dansleikurinn hefjast kl 19:00 og ljúka kl 22:00.

Verð á ballið er 2800.

Allir verða keyrðir heim að dansleik loknum. Mæting krakkanna í skólana er líklega milli kl. 18:00 - 18:30 svo hægt sé að fara yfir reglur og úthluta miðum.

Nemendur fá frí í fyrstu tveimur kennslustundunum 7. febrúar 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is