Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs

16.5.2018

Í morgun fór 4. bekkur í ferð á vegum GFF (Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs). Þau voru sótt í skólann og ekið upp í Krísuvík. Þar gróðursettu allir sína plöntu og mældu hæð og þvermál. Í haust fara þau aftur til þess að sjá hversu mikið trén hafa vaxið í sumar.
 
Á meðan nokkrir voru að gróðursetja voru hinir að moka skít og dreifa um svæðið sem verður gróðursett í síðar. Frábært verkefni hér á ferð, allir höfðu mjög gaman af og mikið gagn. 

Við þökkum GFF samtökunum kærlega fyrir þetta tækifæri.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is