Fyrirlestur með Sölva Tryggvasyni, þriðjudaginn 11. feb. kl. 20:00

16.1.2020

Heil og sæl foreldrar, forráðamenn og starfsfólk Öldutúnsskóla.
Foreldrafélagið hefur verið að störfum í vetur, fundað reglulega og unnið eftir bestu getu að velferð nemenda við skólann.
Eitt af því sem bar á góma í umræðu foreldarfélagsins í vetur var sjálfstyrking foreldra og mikilvægi þess að foreldar séu í toppformi til að takast á við púkana (les; gersemi) í gleði og sorg.
Í ljósi þessa hefur foreldrafélagið fengið frábæran fyrirlesara, Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann og fjöltalent, til að fræða og ræða þetta málefni við foreldra, forráðamenn og starfsfólk Öldutúnsskóla.
Fyrirlesturinn verður 11. febrúar kl. 20:00 á sal Öldutúnsskóla og er gjaldfrjáls.
Kaffi, te, harðir kanilsnúðar og topp umræða um andlega heilsu.
Sjáumst heil!
Fyrir hönd foreldrafélagsins,
Pétur G. Markan


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is