Frístundaleiðbeinandi - Selið

27.8.2018

Öldutúnsskóli auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda í 50% starf í frístundaheimilið Selið. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 

  • Mikil samskipti við börn og regluleg samskipti við foreldra.
  • Umsjón með leiksvæðum og útisvæði.
  • Framkvæmd daglegrar dagskrár.
  • Framreiðsla og frágangur matvöru í tengslum við matartíma.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans í Olweus, Grænfánanum og SMT skólafærni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 

  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Stundvísi og samviskusemi.

 

Hér er hægt er aðnálgast nánari upplýsingar og senda inn umsókn.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is