Frístundaheimilið Selið

17.8.2018

Frístundaheimilið Selið hefur starfsemi fimmtudaginn 23. ágúst fyrir börn í 2.-4. bekk, og á föstudaginn 24. ágúst fyrir börn í 1. bekk. Umsóknarfrestur fyrir haustönnina rann út 15. júlí síðastliðinn, og er verið að vinna úr bæði umsóknum og biðlista. Umsækjendur eiga von á staðfestingu í tölvupósti frá deildarstjóra.

Frístundaheimilið er staðsett á þremur svæðum í skólanum. 1. bekkur mun dvelja í stofum 5 og 6, 2. bekkur mun dvelja í Efra Seli sem er útihús á skólalóðinni, og mun 3.-4. bekkur dvelja í stofu 134 og miðrými skólans, sem er inn af bekkjargangi þeirra.

Deildarstjóri er Kristján Hans Óskarsson, s. 664-5712 og e. kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is

Mikilvæg símanúmer eru

1. bekkur 664-5761

2. bekkur 565-0332

3.-4. bekkur 664-5522


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is