Frábærar niðurstöður í Skólapúlsinum

10.5.2019

Fyrr í vetur fengum við frábærar niðurstöður í foreldrahluta Skólapúlsins. Foreldrar ánægðir með mjög margt í skólanum og erum við ákaflega stolt af því.

Niðurstöður nemendakönnunar liggja nú fyrir. Allir nemendur í 6. – 10. bekk fara í Skólapúlsinn og var svarhlutfall skólans 92%. Helstu niðurstöðurnar eru þær að í þeim 17 þáttum sem eru mældir þá eru nemendur Öldutúnsskóla yfir landsmeðaltali í öllum þáttum og marktækt yfir landsmeðaltali í 13 þáttum af 17. Við erum marktækt yfir í eftirfarandi þáttum:

 • Ánægja af lestri.
 • Þrautseigja í námi.
 • Áhugi á stærðfræði.
 • Trú á eigin vinnubrögðum í námi.
 • Trú á eigin námsgetu.
 • Vellíðan.
 • Samsömun við nemendahópinn.
 • Samband nemenda við kennara.
 • Agi í tímum.
 • Virk þátttaka nemenda í tímum.
 • Mikilvægi heimavinnu í námi.

Við erum marktækt undir landsmeðaltali í einelti og tíðni eineltis en það eru einu þættirnir sem eru mældir þar sem við viljum vera undir landsmeðaltali.

Erum ákaflega stolt af nemendum okkar.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is