Fögnum fjölbreytileikanum

4.4.2017

Á þemadögum unnu hóparnir í 1.-4. bekk meðal annars verkefni tengd fjölbreytileika. Á þeirri stöð var rætt um hvernig fjölbreytileiki tengist Eurovision, um réttindi fólks til að velja, fegurðina í því að fá að vera eins og fólk vill og fordómaleysi.

Börnin unnu hugarkort þar sem þau settu fram hugmyndir sínar um jafnrétti í víðum skilningi, frelsi til vals og hvernig kærleikur og virðing eru stórir þættir í að gera samfélag betra. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is